24.3.05

Rigapáskar

Þegar maður er kusk í nafla alheimsins er stutt upp á belg þó að langt sé út á nára. Því gref ég mig upp úr þeirri holu sem er Stokkhólmur og held til Riga með spúsu. Stafræn gögn af ýmsu tæi eru þar seld fyrir slikk og hafa sjarmerandi togkraft á undirritaðan þar eð stjórnvöld sænsk veifa ávítandi fingri að þeim sem dirfast hlaða heiminum inn í stofu. Jón Kurteiz veifar því á móti og kastar kossum af þilfari til þeirra sem vilja honum og hans vel.

2 Comments:

Blogger siggimus said...

bambi & bjössi geðveiki leiða að því getum að jonkurteiz hafi verið rændur af innflytjendahyski sem haft hafi af honum símann og sitji nú að sumbli og svari í hann ef einhver vogar sér að hringja

eitthvað til í þessu?

1:41 PM  
Blogger jonkurteiz said...

raendur og skilinn eftir simalaus i riga. nei, annad hvort voru their fullir og hringdu ovart i saklaust innflytjandagrey eda siminn minn er biladur. sennilega er hvoru tveggja rett.

10:24 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home