29.3.05

Taxi

Leigubílsstjórar í Riga eru meindýr sem kurteiz vildi ekki bjóða bólfestu á nokkrum manni. Öll brögð eru leyfileg við svik og pretti sem bitnar á bláeygðum gestum. Fyrst lendir undirritaður og frú undirritaður í klónum á skrattakolli sem hefur enga tungu aðra en sína klofnu rússnesku. Hann hefur með brögðum náð sér í verðmæli sem mælir verð ríflegar en ella þegar farþegar gjóa augum á mannvirki handan við bílrúðu. Keyrir svo burt í hendingskasti með illa fenginn aur og hefur ekki fyrir því að loka afturlúgu. Svo er það hinn þrjóturinn sem kann bara að rífa kjaft og heimtar alls konar aukapening sem ekki var um samið fyrirfram og hótar með löggu þegar maldað er í mó. Að skilnaði gefur sá grái tilbaka litháska mynt í skjóli myrkurs. Varist þann drýsil börnin góð.

3 Comments:

Blogger siggimus said...

krókur á móti bragði!!

höstla höstlarann á sínum heimavelli



bjóða 1/3 af því sem hann myndi rukka innfæddann og strunsa á brott ef hann ekki samþykkir

tsikk maksa?

trís latí? neee kungs, víens lats


en erannars jonkurteiz með aftur seinnipart júnís með siggamusi, ha?

7:31 PM  
Blogger Jodazz said...

Uss og svo stálu þeir heimasímanum þínum í þokkabót!

Myndi annars mæla með að þú fengir þér svona kommentakerfi:

http://www.haloscan.com/

Það auðveldar almúganum að kommenta.

10:17 PM  
Blogger siggimus said...

2 atkvæði á verði eins

á stefán annars ennþá síma, eða hvað?

vinsamlegast tú slá á þráð ellegar senda essemesss til að staðfesta að hann hefir ekki verið fangaður af geimverum af himnum ofan

7:47 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home