4.7.05

Eplið og eikin

Ég hafði hent Sögu út með golfkylfu og kúlu í blíðviðrinu. Korteri seinna heyri ég hana æpa upp og hleyp út í dyr. Geri ráð fyrir að hún hefði klemmt sig á útidyrahurðinni sem er með pumpu, en sem hún á að ráða við. Þegar ég kem fram starir hún á hurðina og svo lemur hún snöggt í rúðuna með kylfunni. Rúðan brotnar eins og vera ber. Þegar við vorum búin að jafna okkur, búin að skamma og taka á móti skömmum, fæ ég skýringuna á ofbeldinu. Þegar hún ætlaði að fara inn eftir velheppnaða æfingu sat geitungur á hurðinni. Hún ætlaði að berja hann niður til að komast áfram. Gaman að sjá að hún er hvatvís eins og ættin.

2 Comments:

Blogger siggimus said...

sneddí hjá henni að gera ekki eins og ráð er fyrir gert - berja kúlu í gegnum rúðuna, heldur að setja bara kylfuna beint í gegn

cut out the middle man

10:32 PM  
Blogger jonkurteiz said...

nemlí. hér er ekki stillt upp og reiknað með vindi. bara að lemja duglega.

9:55 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home