6.8.09

Armed and dangerous

Penn og Teller reyndu að færa rök fyrir því í Bullshitti gærkvöldsins að almenn og útbreidd byssueign væri besta vörnin gegn aðsteðjandi hættum. Þeir hafa oft verið meira sannfærandi. En sérstaklega voru þeir hrifnir af fælingarmætti falinna vopna. Konur gætu nú með leyfi alrikisvaldsins gargað upp að þær væru vopnaðar þegar kynferðisafbrotamenn þröngvuðu þeim inn í bás á kvennaklósettinu. Ég er ekki viss um að byssa sé endilega málið. Tvö af flottustu bardagaatriðum hasarmyndanna enda með því að hetjan gatar óþokkann með venjulegum kúlupenna. Ég geng iðulega með kúlupenna á mér og get þakkað Jason Bourne og Martin Blank að ég er vel varinn gegn árásum misyndismanna.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home