24.2.07

Músikmanía

Ég er orðinn hundþreyttur á þessu Svíþjóðarlíferni og langar mest af öllu að labba frá öllu í slómó með allt í bál og brandi bakvið mig og einstaka bíl sem þeytist 20 metra upp í loft. Það er sennilega vegna þessa innilega leiða sem ég hef farið hamförum við að eignast nýja tónlist. Í gær labbaði ég inn í notaðraplötubúð og út með ekki minna en fjórar plötur sem fengust reyndar á einstökum kjörum, tíkall sænskar. Leyndist þar djásnið Maverick A Strike með Finley Quaye. Held að ég sé að fá inn nýjar víddir í minn tónlistarsmekk. Hef hlustað töluvert á John Legend sem er sálar r&b flytjandi, en Quaye er sálar reggí flytjandi. Hreint ekki vitlaus. Ef einhver vill andmæla því vil ég bara benda á lagið Sunday Shining. Að auki fékk ég þar Köld eru kvennaráð með Kolrössu krókríðandi nánast alveg óspilaða merkilegt nokk. Nú er ég svo kominn úr bæjarleiðangri með 10 plötur í farangrinum. Sex fékk ég að láni á bókasafninu: Dummy með Portishead (búinn að týna gamla eintakinu), Lesser Matters með The Radio Dept. sem á að vera svakafínt sænskt indí, Synchronicity með The Police sem ég á að vísu á vínyl, nýju plötuna með Moneybrother sem er á sænsku og heitir því Pengabrorsan, Dying to say this to you með The Sounds sem er hæpað sænskt band og svo eina plötu með Peter Bjorn and John, samt ekki sú með Young Folks. Ekki ónýtt? En minn var ekki saddur því að núna eru útsölurnar í gangi og þar fékk hann ekki minni stórvirki á slikk en Rio með Duran Duran, Vision Thing með The Sisters of Mercy og The Best of A Flock of Seagulls (frekar eitís í skapinu) og Begin to Hope með Regina Spektor. Veit varla hvar ég á að byrja næst því að fyrsta valið var gefið. A Flock of Seagulls er últimata eitíssveitin, Casíó syntar galore. Lag dagsins er því Wishing (I had a Picture of You). Lag allra tíma.

2 Comments:

Blogger siggimus said...

til þess erum við jodazzzzz og siggimusssss jú á leiðinni og að koma, ha?

til að bjarga þíns frá tómum leiðindum og öðrum sænskum viðbjóði

ha?

verst það endist bara viku, en míns er sannnnfærður um að bæði minningar og eftirköst í lifur muni lifa töluvert lengur en það

góðar músssíggstundir þartil við sjáumst!!

11:04 AM  
Blogger jonkurteiz said...

víst er það svo kæri vinur. þið sem hafið fullt af sum og zum í kjölfarinu eruð dæmdir til að hífa mig upp úr þessu sverjekviksyndi. ég hef bara eitt z og hef ekki orkuna.

10:19 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home