31.7.06

Heimalingur

Genginn aftur eftir mánaðardvöl á landinu kalda. Rok, kuldi og rigning eins og vera ber. Það er gott að vera á Íslandi. Einhvernveginn finns mér eins og að sumarið eigi ennþá inni tvö golfkvöld og eina misheppnaða veiði, en betlarar fá ekki að velja. Ég ylja mér þó við minningarnar sem ég bar með mér ásamt fullt af drasli sem ég hafði geymt í bílskúrnum hjá pabba. Þar á meðal leyndust ýmis textabrot sem ég hafði skrifað í fyrra lífi. Sumt rusl nema hvað, en annað dálítið sniðugt. Þar á meðal díalóg sem ég á örugglega eftir að geta notað einhvers staðar og þessi kviðlingur sem ég samdi að sögn í fjórða bekk. Hvað segist? Efni í stórskáld?? Nýr Mattías kominn fram á sviðið???

Geysist að mér þarmaþemba
þú ert eina ástin mín
Þú skalt þínar hærur kemba
þrjóska litla fyllisvín.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home