5.11.05

Dylan uppgötvaður

Loksins taldi ég í mig kjark og lagði í þann stóra. Blonde on Blonde blasti við þegar ég var að svipast um eftir Sigur rós og þar sem ég hafði einmitt kvöldið áður horft á heimildarmynd um Dylan varð mér ljóst að undan væri ekki komist að þessu sinni. Hann hefur hingað til ekki verið spilaður á mínu heimili þar sem að hans höfundarverk er svo víðfeðmt að erfitt er að ná utanum. Ef maður fellur fyrir Dylan þá lendir maður á bólakafi svo að ég hef leitt hann hjá mér hingað til. En nú er ekki aftur snúið. Hvílík plata! Nú er sko sungið og trallað svo um munar. Hættan er að ég versli mér snarlega inn annað stórvirki, Highway 61 Revisited, og þá held ég að önnur áhugamál geti siglt sinn sjó næstkomandi mánuði.

2 Comments:

Blogger jonkurteiz said...

frábært! fyrsta spamið á bloggið. bring it on.

12:18 PM  
Blogger siggimus said...

tillukku og líka í krukku


bíð spenntur eftir mínu fyrsta spam kommenti!

6:42 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home