12.7.05

Júlí

Júlí er að verða hálfnaður og sumarfríið líka. Maria er í Danmörku svo að Saga hefur verið hjá mér fyrir utan nokkra daga sem hún var hjá móðurforeldrunum vegna tíðra heimsókna hjá undirrituðum. Það hefur gengið mjög vel og ég hef notið þess að vera með henni. Ég óttaðist svolítið að það yrði erfitt fyrir okkur bæði að vera svona mikið saman en það gengur ótrúlega vel. Mervi og Sakari kærasti hennar dvöldust á gólfinu í stofunni í tvær nætur. Hingað til hafa gestir fengið að liggja í appelsínugula hlussusófanum en ég ákvað í stundarbrjálæði að fjárfesta í dýnu sem blásin er upp af mótor. Allir segja að þetta sé undradýna enda amerísk. Bandaríkjamenn kunna að dekra við sjálfa sig það verður ekki af þeim tekið. Við fórum þrjú á Accelerator, rokkhátíð sem haldin er árlega og er þekkt fyrir að stóla á nýjar efnilegar hljómsveitir sem hafa nýlega gefið út fyrstu plötuna. Til þess að fá fleiri til að kaupa miða er svo boðið inn þekktari nöfnum að auki. Ég sá Stars, Bloc Party, Smog, Colleen, Teenage Fanclub, Jenny Wilson og Sonic Youth meira eða minna. Flott hátíð. Svo kom Mæja systir og gaf mér sólarhring til að sýna henni stórborgina. Ég held að það hafi gengið bærilega. Mér tókst að fara bæði með hana og Mervi á smá siglingu um skerjagarðinn. Þeir sem vilja heimsækja mig í sumar geta fengið sömu meðhöndlun. Óskar er mögulega hættur við að koma við enda víðförull drengurinn og ekki skrítið að hann þreytist á flakkinu. Ég er enda búinn að festa mér miða til Finnlands og Lettlands á föstudag. Hvers vegna? Það er efni næstu færslu.

3 Comments:

Blogger siggimus said...

*bíður svakaspenntur!!

8:03 AM  
Blogger jonkurteiz said...

suss hvað getur það verið??

1:06 PM  
Blogger siggimus said...

attlara látamann bíða endalaust?!!

6:22 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home