27.7.05

(Einskonar) heimkoma

Kominn aftur búinn á sál og líkama eftir að hafa reynt að þurrausa Eystrasaltið ásamt Siggamus. Það er lítið eftir allavega. Riga var flott, fínasta veður oftast og velformað kvenfólk sem kepptist við ásamt Aldaris að gera ferðalöngum lífið gott. Reynt var að hafa lítið fyrir stafni nema að skipta um hótel hverja nótt. Svo kvöddum við með heimsókn á svakalegasta næturklúbb í vestrænum heimi sem við viljum halda fyrir okkur sjálfa og næstu heimsókn takk fyrir mig. Fimm tíma rútuferð til Tallinn daginn eftir var ekki það sem læknirinn hafði skrifað upp á og kjassandi unglingar með Douglas Adams í næsta stól riðu mér næstum að fullu. Enda tók tímann sinn að komast upp í annan gír í Tallinn. Þegar Valli baar var svo fundinn var ljóst að Riga hafði fengið alvarlega samkeppni. Tvö kvöld með eistnesku kvenfólki, hollenskum eiginmönnum, brjáluðum einförum og Millimallikas. Verður það betra? Ef versti tremminn fer á braut gæti svo farið að búllan verði heimsótt á ný. Ertu til Siggimus?

1 Comments:

Blogger siggimus said...

gemmér hálftíma til að fara í sturtu

10:45 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home