13.7.05

Júlí tvö

Billegt rauðvín í hægri greip og reiðubúinn að rita langþráð framhald júlísögunnar góðu: Finnland OG Lettland spyr fólk forviða. Hvaða brjálæði hefur gripið drenginn? Er hann loksins orðinn ær? Því er nú öðru farið kæri lesandi. Til þess að geta hitt á heimshornaflakkarann siggamus greip ég tangarhald á ferðaskrifstofu á netinu og pantaði miða til Riga. En þar sem að makkarnir eru þekktir fyrir svall við endurfundi neyðist ég til að láta frá mér dóttur kærri í hendur móðurforeldra sem nú eru staddir í austurbotninum finnska. Öll bein sæti voru horfin undir aðra botna svo að við feðginin leggjum í mestu svaðilför á föstudag. Fyrst vöknum við klukkan fjögur um morguninn sem flytur hugann til ættjarðarinnar. Flogið er klukkan sjö til Tampere og þaðan er lestin tekin til Vaasa og varningnum dýrmæta skilað af mér. Næsta lest tilbaka og svo er flogið til Riga frá Tampere, þökk sé Ryanair, seint um kvöld. Örþreyttur lendi ég svo hálftuttuguogþrjú og stefni beina leið á siggamus sem bíður í ofvæni með kalda kollu og handfylli af hansastoðum.

5 Comments:

Blogger siggimus said...

púff!!

einsgott að gleymiggi hansahillujárnsuppihaldarastoðunum :/


siggimus yrði endasendur beinustuleið heim á ný

10:24 PM  
Blogger siggimus said...

This comment has been removed by a blog administrator.

10:24 PM  
Blogger siggimus said...

pjes: ekki gleyma öllum ódýru gleðikonunum sem siggimus mun einnegin bíða með!

10:25 PM  
Blogger jonkurteiz said...

Hallelúja! Ódýrar hórur. Guð sé lof. Og siggimus. Lekandi er bara bónus.

11:17 PM  
Blogger siggimus said...

amm

ekki fer maður nú að borga mikið fyrir smá lekanda

1:02 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home