12.6.06

Grýla er dauð

Betri heimsókn er ekki hægt að hugsa sér. Fyrir leikinn sást glitta í möguleikann að kreista fram sigur. Landsliðið er enda gott um þessar mundir og Svíarnir eru ekki búnir að finna sig eftir að Faxi og félagar komust á eftirlaun. Fyrstu mínúturnar boðuðu þó ekki gott; Genzel lokaði markinu, læsti á eftir sér og sporðrenndi lyklinum. Einhver hafði þó tekið með sér dínamít og svo var boðið upp á besta leik sem íslenska landsliðið hefur leikið nokkru sinni. Nánast engin mistök allan leikinn, engin hræðsla, ekkert fall eftir hetjulega baráttu í 45 mínútur. Óli Stefáns var ekki í stuði en allir aðrir voru á ginsenghrossasterablöndu og voru óstöðvandi. Aldrei hefur svona sigurvilji sést í íslensku landsliði og ef einhver hefði haft vit á að gefa Óla dollu af Red Bull væri maður ennþá á svifi eins og helíumblaðra yfir Globen. Núna er Grýla dauð og þá er bara að urða hræið á Íslandi.

2 Comments:

Blogger siggimus said...

gafst hún upp á rólunum?

1:00 PM  
Blogger jonkurteiz said...

þessar sænsku rólur eru alveg vonlausar

8:29 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home