27.6.08

Trúverðugleiki

Það er eitthvað bipolar við þetta samfélag. Ef þú ert ekki með þá ertu á móti. Þegar vindáttin breytist ertu á móti en ekki með. Hún breytist reglulega. Víkingar sem sóttu gull í greipar eru ábyrgðarlausir spákaupmenn áður en varir. Almenn skynsemi og hagsmunir heildarinnar víkja reglulega fyrir bestuvinaklappáherðarnar sem viðgangast fyrir galopnum tjöldum. Þegar fíflið er í hinu liðinu er um að gera að spara ekki skotin heldur draga til saka fyrir alla muni þó að litlu skili. Þeir sem eiga upp á pallborðið krýna sig sem kónga. BiggiMaus dirfist að segja eitthvað kryptískt um Bubba. Bubba sjálfan. Hvernig dirfist hann? Enda gerir hann sig lítinn þegar sá stóri gerir sig stærri og grípur til vopna og verja. Enginn skal setja sig upp á móti mónarkíinu. Kóngurinn fær líka fullt hús stiga og dynjandi klapp á bakið frá skjálfandi lófum gagnrýnenda sem bara lofa. Er nýja platan mesta þrekvirki íslenskrar og hugsanlega útlendrar tónlistarsögu? Ég hef bara rennt henni einu sinni í gegn og platan er allgóð, en herregud! Væri hægt að sjá málefnalega gagnrýni einu sinni án eftirmála? Hér fá allir góða krítík frá gagnrýnendum sem ýmist eru fullir þrælsótta eða aumingjagóðir. Er til of mikils mælst að óska eftir smá perspektívi á þessu landi?

1 Comments:

Blogger siggimus said...

það væri auðveldara að biðja um stöðugan gjaldmiðil, lægri vexti og skynsama pólitíkusa

11:51 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home