4.12.05

Músíkþerapía

Sumarið var heitt og haustið milt og vaggaði mér inn í öryggiskennd þegar myrkur lófi vetursins löðrungaði mig úr iðrum helvítis. Allt í einu var erfitt að koma sér á fætur á morgnana og halda sér gangandi á daginn. Ég hlóð mp3 spilarann upp af aggressívu pönki og þungu rokki í von um að það nægði til að hlaða mig upp. The Stooges, Rammstein og Dead Kennedys gerðu sitt til að garga mig í gang en ekki hjálpaði það samt. Það var fyrst þegar ég setti The Polyphonic Spree í eyrun að það birti til í minni sál. Þessi brjálaða breiðfylking frá Miami er eitthvað annað. Eitt leiddi af öðru og jákvæð hvetjandi tónlist fyllir út allt tómarúm. B52’s eru fyrirtaks gleðigjafar og næst á dagskrá er Saint Etienne. OMD fær að spreyta sig bráðum. Ágætu félagar! Dansið inn í veturinn með Roam, Dry County og Topaz. Byggið upp sálina með Two Thousand Places og Soldier Girl. Celebrate Youth með Rick Springfield er voða hvetjandi en ekki sérstaklega sterkt tónlistarlega og er mælt með af hálfum huga.
Hér er svo sniðugt lag og ódýrt vídeó. Njótið.

4 Comments:

Blogger siggimus said...

tíhí!

jonkurteiz sagði rick springfield!!

tíhí :D

5:14 PM  
Blogger siggimus said...

http://www.rickspringfield.com/

gó insein

rick þessi springfield var gríðarlega vinsæll í þýskalandi og var því reglulega umfjöllun um hann í bravo og pop rocky (mögulega besti titill á tímariti ever)

mætti mögulega líkja honum við hasselhoff, en spurning hvorum ætti að sárna samanburðurinn

8:27 PM  
Blogger jonkurteiz said...

celebrate youth eggjar mann áfram!

8:52 PM  
Blogger siggimus said...

*hefur áhyggjur

11:58 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home