30.6.05

Gestkvæmt

Í stað heimshornahoppa tek ég á móti gestum í Casa Kurteiz í sumarleyfinu . Dísætir kokteilar verða sötraðir við undirleik frameftir júlímánuði og gestgjafinn bendir á merkilegustu mubblurnar með pípusterti. Mæja systir tekur sæti Mervi í sófanum sem mest verður notaður sem fleti og hver veit nema Óskari detti í hug að prófa gripinn eftir að hingað til hafa staðið gólfið til boða. Saga verður í föðurhúsum þar sem móðirin verður við nám í Danmörku, en þegar svo Siggimus nálgast Eystrasaltið verður hún látin ættingjum í té. Það er útlit fyrir annasaman tíma þó að föðurlandið fái að bíða um skeið.

10.6.05

Lapptopp

Hafið gaman að gumar og gleðikonur. Nú er kjöltutoppur í hús kominn í stað ónýtrar hlussu sem engum er til gagns. Nú er það bara letin sem komið getur í veg fyrir stanslausar bloggfærslur. En núna nenni ég þessu ekki lengur.