18.1.06

Sitthvað

Langt síðan síðast, nýtt ár og svoleiðis. Þarf að ákveða skóla fyrir Sögu. Ó hvað tíminn líður! Það er eins og í fyrradag að hún birtist mér fyrst, þakin í slími. Ég hallast á að best sé að hún fari í skóla nálægt vinnunni minni og eru margar ástæður fyrir því. Allar praktískar. Ekki síst vegur þungt að Maria er að hugsa um að flytjast yfir í annan borgarhluta. Svona vangaveltur valda því að mér finnst ég vera fullorðinn. Eins gott að koma þessu út af borðinu sem fyrst og pæla ennáný í einskisverðum hlutum engum til gagns. Hef verið að spá mikið í Elliott Smith en félagi siggimus var svo elskulegur að veita mér höfundarverk þess látna heiðursmanns að gjöf. Mættu aðrir vera svo rausnarlegir. Ég hef mest hlustað á Roman Candle (1994)og EitherOr (1997) sem eru afskaplega góðar; melódískar og lágstemmdar. XO (1998) er hins vegar ekki jafn einlæg. Hann er of mikið að þreyta inngöngupróf í Dandy Warhols eða Boo Radleys. Virkar ekki alveg. Ég hef ekki hlustað nógu mikið á restina til að hafa myndað mér skoðun ennþá. Kannski að það verði efni í annan pistil.