20.5.09

Nazistapíka

,,Ég er með nazistapíku.” Hún leit út fyrir að geta verið launbarn Cameron Diaz og rauðhærðu stelpunnar úr The 70’s Show ef önnur þeirra hefði æxlunarfæri karlmanns eða drottinn hefði skipt sér af getnaðinum, en slíkt er ekki án fordæma ef trúa má gömlum bókum. Röddin var glettin og ófeimin. Það var sunnudagur í Sundhöllinni og Jóhanna Guðrún var nýbúin að syngja í höfn annað sætið. Kaldari pottur þeirra tveggja heitu var stappfullur af karlmönnum merkilegt nokk og í miðjum hópi samnemenda sinna úr háskólanum sagði ung kona frá hrakförum sínum. Hún hafði verið að raka sig að neðan og ætlað að skilja eftir beina hárrönd til að vera sér til prýðis. ,,Ég er bara svo léleg að teikna að hún kom öll skökk út eins og elding.” Ég gat ekki annað en vorkennt henni sem vildi bara gera sig fína. Sjálfur hef ég hellt kaffi yfir hvíta skyrtu á mannamóti. Hún getur ekki sýnt sig svona meðal fólks. Það væri bara pínlegt.