14.8.06

Fákur

Jamm og já. Viðbrögðin við síðastliðnum innsendingum sýna að gestum hefur fækkað frá einumoghálfum til núll. Varla mælanlegt. Minns keypti reiðfák á laugardag og hugsaði sér gott til glóðarinnar enda með eindæmum traust dæmi. Þá tóku sænskir guðir í taumana sem þeir gera oft og dembdu niður monsúnrigningu í fyrsta skipti í sjöhundruðogþrettán ár (fjórtándagaþrjátímaogfimmsekúndur). Bíð eftir að fararskjótinn þorni svo að buxnarassinn haldist þurr að mestu. Þangað til tippsa ég um lag sem hlustandi á: Fujiya & Miyagi - Ankle injuries. Hei finndu sjálf(ur).

9.8.06

Músiggblogg

Ég tók ákvörðun hér um sistens að bjóða upp á músigg með hverri færslu. Hvað er betur til þess fallið að lokka lesendur en þeir fagrir tónar sem umlykja undirritaðan á hverri stundu? Hins vegar er minns svo ótæknilega innréttaður að vita ei hvurnig á að fá hljóðdæmin á síðuna. Bíð ráða frá vitrari mönnum en þangað til verður lesandinn að fá tipps gömul og ný en öll góð án dæmis:
Sufjan Stevens - Jacksonville af Illinoise
Sufjan Stevens - Vito's ordination song af Michican. Ég gæti grátið.
Pixies - I've been waiting for you af B-sides
David Bowie - I've been waiting for you af Heathen. Cactus er kannski ennþá betra Pixies cover. Besta Bowie platan í 25 ár.
The Band - The long black veil af Music from big pink
Nick Cave - The long black veil af Kicking against the pricks. Flott cover af coverplötunni.
The Decemberists -The Infanta. Gott gobbídígobb í trommunum sem hestafólk myndu kalla brokk.