27.11.05

Oslo

Eg hafdi møguleika a ad dvelja fram a sunnudag tho ad radstefnan vaeri buin thegar a laugardegi og var ekki seinn ad takka pent. Thad sem eg hins vegar var ekki buinn ad velta fyrir mer er ad sunnudagur i november synir kannski ekki bestu hlidar borgarinnar. Tho hefur verid gaman ad velta fyrir ser ymsum kuriositetum. Til daemis sagdi mer gutti sem afgreiddi kaffid ad astaedan fyrir thvi ad a gøtuvitum fyrir gangandi eru tveir raudir kallar ad Nordmenn seu setji yfirdrifid mikla aherslu a øryggi og fyrirbyggjandi radstafanir. Their seu mun verri en Sviarnir med thad og tha er thad yfirdrifid get eg abyrgst. Her eru lika fair hradbankar en ef madur finnur minibank tha stimplar madur inn upphaedina adur en madur slaer inn øryggisnumerid. Svo eru their mun meira liberal en Sviar med erotik og annan subbuskap. A adalgøngugøtunni sem er mjøg kosi tho ad allt se lokad snemma sunnudags er (lokud) budarhola sem selur ymsan kitlandi varning og allt er til synis, utglenntir kvenmannskloppar og plastredir i fullkominni augnhaed fyrir børn undir fermingu. Meira svona.

19.11.05

Heimskautaland

Jæja þá, ég læt boð út berast um endurkomu til old blighty norðurskautsins eftir árs fjarveru. Halla mér aftur og bíð tárvotra svara og ekkasoga. Ekki múkk fæ ég frá ágætum vinum til fjölda ára, en mörg heimboð og heillaskeyti frá öllum fyrrum vinnufélögum. Það er ljóst hverjum maður getur hallað sér upp að þegar í harðbakkann slær. Það eru þó fleiri en siggimus sem er gestur kvikmyndahátíða. Ég er með árskort og magn miða á Stockholms filmfestival sem ég á ekki eftir að getað komið í lóg. Nýkominn af viðtali við Terry Gilliam og er að fara að hoppa upp í strætó til að sjá heimildarmyndina um Flaming Lips: The Fearless Freaks. Og á morgun fer minn á heitt stefnumót svo að helgin er með besta móti. Hafiði það.

5.11.05

Dylan uppgötvaður

Loksins taldi ég í mig kjark og lagði í þann stóra. Blonde on Blonde blasti við þegar ég var að svipast um eftir Sigur rós og þar sem ég hafði einmitt kvöldið áður horft á heimildarmynd um Dylan varð mér ljóst að undan væri ekki komist að þessu sinni. Hann hefur hingað til ekki verið spilaður á mínu heimili þar sem að hans höfundarverk er svo víðfeðmt að erfitt er að ná utanum. Ef maður fellur fyrir Dylan þá lendir maður á bólakafi svo að ég hef leitt hann hjá mér hingað til. En nú er ekki aftur snúið. Hvílík plata! Nú er sko sungið og trallað svo um munar. Hættan er að ég versli mér snarlega inn annað stórvirki, Highway 61 Revisited, og þá held ég að önnur áhugamál geti siglt sinn sjó næstkomandi mánuði.